Damir Muminovic og hans menn í DPMM frá Brúnei töpuðu fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Lion City, 3-2, í bikarkeppninni í Singapúr í gær.
DPMM spilar í úrvalsdeildinni í Singapúr og í bikarkeppninni á meðan varaliðið spilar í deildinni í Brúnei.
Liðið komst alla leið í undanúrslit bikarsins í Singapúr og tapaði fyrri leiknum naumlega þar sem Damir stóð vaktina í vörn liðsins, en það fær annað tækifæri á að komast í úrslitaleikinn eftir fimm daga þegar liðin eigast við á heimavelli Lion.
Sigurvegarinn mætir Pathum United eða Tampines í úrslitum.
Damir kom til DPMM undir lok síðasta árs og er með samning út maí.
Athugasemdir