Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Cherki varakostur hjá Liverpool ef Wirtz kemur ekki
Mynd: EPA
LIverpool mun reyna að fá Rayan Cherki frá franska félaginu Lyon ef því tekst ekki að sannfæra Florian Wirtz um að koma í sumar en þetta segir Loic Tanzi hjá L'Equipe.

Englandsmeistararnir ætla að gera heiðarlega tilraun um að fá Wirtz frá Bayer Leverkusen og er sagt að peningar séu ekkert vandamál, heldur sé stærsta hindrunin að sannfæra Wirtz um að yfirgefa Þýskaland.

Hann er sagður vera með munnlegt samkomulag við Bayern München, en Leverkusen er ekki mjög spennt fyrir því að selja hann þangað og er óvíst hvort Bayern hafi fjármuni til þess að festa kaup á honum.

Liverpool er talið vera í ágætri stöðu en ef það gengur ekki eftir mun það eltast við Cherki hjá Lyon.

Cherki er 21 árs gamall Frakki sem hefur verið í stóru hlutverki hjá félaginu, en hann hefur tilkynnt að hann sé á förum í sumar.

Liverpool hefur fylgst lengi með Cherki sem er einnig eftirsóttur af erkifjendum þeirra í Manchester United.
Athugasemdir