Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou: Ég var ekki að grobba mig
Ange með Evrópudeildarbikarinn í kvöld
Ange með Evrópudeildarbikarinn í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ástralski stjórinn Ange Postecoglou segir að Evrópudeildartitillinn gæti breytt öllu fyrir Tottenham í framtíðinni og að það sé mikill léttir að hafa loks landað titli.

Postecoglou stýrði liðinu til sigurs gegn Manchester United í úrslitaleik í Bilbao í kvöld en þetta var fyrsti titill Tottenham síðan 2008.

Hann fagnaði titlinum af innlifun og náði að færa stuðningsmönnum eitthvað sem Mauricio Pochettino, Jose Mourinho og Antonio Conte náðu ekki að gera.

„Ég er enn að átta mig á þessu öllu saman. Ég veit hvaða þýðingu þetta hefur fyrir félagið og því lengra sem líður því erfiðara er að brjóta þetta mynstur.“

„Ég fann hvernig þetta tók á taugar allra hjá félaginu og það er ekki fyrr en þér tekst að leysa þetta vandamál sem þú skilur hvernig tilfinning er. Við erum með ungan hóp og vonandi horfa leikmenn öðruvísi á sig og hvað það ótrúlega þýðingu þetta hefur fyrir þá með því að vinna þennan titil.“

„Útsláttarkeppni eru allt öðruvísi en deildarfótbolti og þegar þú ert kominn í þessa stöðu snýst þetta um gott skipulag, hafa alvöru plan og þessi augnablik.“

„Mér fannst alltaf eins og það yrði erfitt að brjóta okkur á bak aftur. Við hefðum getað verið betri í umbreytingum, en mér leið alltaf vel með það að ef við kæmust yfir þá gætum við ráðið við flest allt sem United myndi kasta í áttina að okkur,“
sagði Postecoglou.

Ummæli Postecoglou frá því í september halda áfram að fara eins eldur um sinu á samfélagsmiðlum, en þá sagði hann það vera vana að vinna titil á öðru tímabili sínu. Stjórinn segir að fólk hafi eitthvað misskilið orð hans.

„Fólk misskildi mig. Þetta var ekki ég að grobba mig, heldur að koma með yfirlýsingu sem ég hef trú á. Ekkert var meira innra með mér en þetta.“

„Ég veit að formið í deildinni hefur verið óásættanlegt, en að lenda í þriðja sæti hefði ekki breytt þessu félagi, að vinna titil gæti það hins vegar. Það var markmið mitt og ég var tilbúinn að taka það á mig ef það hefði ekki gerst. Fólk hélt áfram að minna mig á þessi ummæli því við nálguðumst titilinn, en ég er bara ánægður með það,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner