Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Salah sendir Tottenham hamingjuóskir - „Hann sagði að hann myndi vinna titil á öðru tímabili sínu“
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool á Englandi, hefur sent Tottenham hamingjuóskir með Evrópudeildartitilinn og hrósaði um leið Ange Postecoglou, stjóra Lundúnaliðsins.

Tottenham vann sinn fyrsta titil síðan 2008 með því að leggja Manchester United að velli, 1-0, í Bilbao í kvöld.

Ange sagði í september að hann ynni alltaf titil á öðru ári sínu og stóð við það loforð.

Salah mátti til með að senda kveðju á Tottenham og Ange.

„Hann sagði að hann ynni alltaf titil á öðru tímabili sínu. Hamingjuóskir!“ sagði Salah á X.


Athugasemdir
banner
banner