Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Martínez er miklu betri en Onana“
Emiliano Martínez
Emiliano Martínez
Mynd: EPA
Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Aston Villa og Manchester United, styður heilshugar þá hugmynd að félagið fái argentínska landsliðsmarkvörðinn Emiliano Martínez frá Aston Villa í sumar.

Martínez, sem er 32 ára gamall, er líklega á förum frá Villa í sumar, en hann hefur staðið í marki liðsins síðustu fimm ár og verið með bestu markvörðum deildarinnar á þeim tíma.

Hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu, en Man Utd er einnig sagt áhugasamt.

„Þetta er augljóst dæmi. Emi Martínez hefur verið stórkostlegur til fjölda ára og er það vel skiljanlegt að stór félög hafi áhuga á því að fá hann. Ég veit að Man Utd er að ganga í gegnum erfiðan kafla, en maður verður samt alltaf að íhuga að fara þangað því þetta er svo stórt félag. Hann kæmi ekki bara inn með reynslu heldur er hann líka miklu betri markvörður en André Onana, svona ef á tölurnar er litið.“

„Þetta hefur ekki alveg gengið upp hjá Onana og allir bjuggust við því að hann myndi gera vel, en alla vega þá yrði það svakalegt fyrir United að næla í Martínez,“
sagði Yorke við Gambling Industry News.
Athugasemdir
banner
banner
banner