Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   sun 23. júní 2019 19:51
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Þetta er allt saman risastór skóli
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við vorum ekki alveg í taktinum til að byrja með en náðum svo tökum á boltanum. Það sem ég óánægðastur með er að við vorum alltof berskjaldaðir varnarlega. Ég er ósáttur við að það sem einkennir okkur hafi brugðist," sagði Óli Stefán þjálfari KA eftir 3-4 tap gegn Víking R. á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 3 -  4 Víkingur R.

KA jafnaði tvisvar leikinn en Víkingur setti fjögur mörk.

„Ef þú færð á þig 3-4 mörk þá er mjög erfitt að ætla að fá eitthvað út úr leiknum. Það er eitthvað sem við verðum fyrst og fremst að horfa í."

KA gerði vel sóknarlega og Óli Stefán var ánægður með það.

„Við verðum að horfa í það jákvæða. Við verðum að halda áfram. Þetta er allt saman risastór skóli. Sóknarleikur var fínn hjá okkur á köflum, fáum frábærar stöður og færi og gerum tilkall í tvö víti sem er svo sem önnur saga en það verðum við að taka með okkur áfram."

Dómari leiksins var með nokkra umdeilda dóma í dag.

„Það koma upp tvær stöður þar sem hann sleppir því að dæma og dæmir svo mjög vafasamt víti á okkur. Auðvitað erum menn svekktir og vilja svör sem við fáum bara ekki. Við verðum samt aðallega að horfa á okkur sjálfa og fara yfir það sem fór úrskeiðis."

KA er í áfram í 5. sæti með 12 stig. Deildin er virkilega þétt.

„Þetta er skemmtileg deild og jafnir leikir allt saman. Við verðum bara á fókusa á næsta leik. Við töpum núna heimaleik og það þýðir að við verðum að fara á útivöll og sækja sigur til að leiðrétta það. Við eigum einmitt útileik í næsta leik og ágætt að byrja bara þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner