
„Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar, en við kláruðum þetta, gerðum það sem við þurftum að gera," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals eftir 3-0 sigur Vals á SR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
„Ég verð samt að hæla SR fyrir umgjörðina, þetta var skemmtilegt, þó það hafi aðeins skemmt fyrir að finna hamborgaralyktina á varamannabekkinn."
„Ég verð samt að hæla SR fyrir umgjörðina, þetta var skemmtilegt, þó það hafi aðeins skemmt fyrir að finna hamborgaralyktina á varamannabekkinn."
Lestu um leikinn: SR 0 - 3 Valur
Að lokum var Heimir spurður út í sögusagnir varðandi möguleg félagsskipti Eiðs Arons Sigurbjörnssonar til ÍBV. Svar hans við þeirri spurningu má sjá í viðtalinu.
Athugasemdir