Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Ótrúleg lokaumferð - Þjóðverjar skriðu áfram
Þýskaland rétt skreið áfram.
Þýskaland rétt skreið áfram.
Mynd: EPA
Ronaldo er markahæstur á mótinu með fimm mörk.
Ronaldo er markahæstur á mótinu með fimm mörk.
Mynd: EPA
Lokaumferð í dauðariðlinum á EM var hreint út sagt mögnuð, ótrúleg. Riðlakeppninni á Evrópumótinu er núna lokið.

Það var mikil dramatík í þessum tveimur leikjum og leit út fyrir lengi vel að Ungverjaland myndi fara áfram.

Svo var hins vegar ekki á endanum. Ungverjaland gaf Þýskalandi gríðarlega erfiðan leik í München. Adam Szalai kom Ungverjalandi yfir eftir 11 mínútur og þeir voru lengi með forystuna. Kai Havertz jafnaði á 66. mínútu en strax í næstu sókn komst Ungverjaland aftur yfir.

Ungverjaland virtist ætla að sigla áfram í 16-liða úrslit - gríðarlega óvænt - þegar Leon Goretzka jafnaði metin á 84. mínútu. Gríðarlega dramatík en lokatölur 2-2.

Í leik Portúgal og Frakklands á sama tíma voru dæmdar þrjár vítaspyrnur. Cristiano Ronaldo skoraði úr báðum spyrnum Portúgal og er hann markahæstur á mótinu með fimm mörk. Karim Benzema skoraði úr víti Frakka, en hann kom þeim yfir í byrjun seinni hálfleiks áður en Ronaldo jafnaði.

Paul Pogba var frábær í franska landsliðinu í kvöld og Rui Patricio átti mjög góðan leik í marki Portúgal. Hann átti frábæra tvöfalda vörslu í seinni hálfleik.

Lokatölur 2-2 og vinnur Frakkland riðilinn með fimm stig. Þýskaland endar í öðru sæti með fjögur stig, rétt eins og Portúgal sem hafnar í þriðja sæti. Ungverjaland endar í neðsta sæti þrátt fyrir hetjulega baráttu.

Portúgal 2 - 2 Frakkland
1-0 Cristiano Ronaldo ('31 , víti)
1-1 Karim Benzema ('45 , víti)
1-2 Karim Benzema ('47 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('60 , víti)

Þýskaland 2 - 2 Ungverjaland
0-1 Adam Szalai ('11 )
1-1 Kai Havertz ('66 )
1-2 Andras Schafer ('68 )
2-2 Leon Goretzka ('84 )

Önnur úrslit í dag:
EM: Svíþjóð vann riðilinn - Flóðgáttirnar opnuðust hjá Spáni
Athugasemdir
banner