mið 23. júní 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Jorge Mendes reynir að finna lið fyrir James
James Rodriguez stoppar líklega stutt á Goodison Park
James Rodriguez stoppar líklega stutt á Goodison Park
Mynd: Getty Images
Portúgalski umboðsmaðurinn Jorge Mendes vinnur nú að því að koma James Rodriguez burt frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en þetta segja spænskir fjölmiðlar.

Carlo Ancelotti var maðurinn sem fékk James frá Real Madrid til Everton og unnu þeir saman á síðasta tímabili en Ancelotti yfirgaf Everton eftir tímabilið og tók aftur við Madrídingum.

James hefur engan áhuga á að framlengja við enska félagið og vill komast burt en Jorge Mendes, sem er einnig umboðsmaður Cristiano Ronaldo, vinnur að því að finna félag.

Samkvæmt spænsku miðlunum eru Atlético, Milan og Napoli öll í myndinni en það er þó ekki útilokað að Ancelotti reyni að fá hann aftur á Santiago Bernabeu.

Talið er að James gæti kostað á milli 10-20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner