Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júní 2022 09:35
Elvar Geir Magnússon
Á leið fyrir dómstóla sakaðir um að bera ábyrgð á andláti Maradona
Mynd: Getty Images
Átta heilbrigðisstarfsmenn í Argentínu eru á leið fyrir dómstóla þar sem þeir hafa verið ákærðir fyrir glæpsamlega hegðun í aðdraganda þess að Diego Maradona lést.

Þeir eru sakaðr um alvarlega vanrækslu og fyrir að hafa ekki veitt Maradona aðstoð sem hefði getað bjargað lífi hans.

Maradona lést eftir hjartaáfall í nóvember 2020 en mánuði áður hafði hann gengist undir heilaskurðaðgerð eftir að hafa fengið blóðtappa.

Fljótlega eftir andlát Maradona lét ríkissaksóknari í Argentínu rannsaka vinnubrögð þeirra lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust goðsögnina. Niðurstaðan var sú að gerð hafi verið alvarleg mistök sem kostuðu Maradona lífið.

Ekki er búið að setja dagsetningu á komandi réttarhöld en samkvæmt argentínskum reglum gæti glæpur af þessu tagi leitt til allt að 25 ára fangelsisvistar.

Maradona er einn besti fótboltamaður sögunnar og varð heimsmeistari með Argentínu 1986. Hann var fyrirliði liðsins, skoraði fimm mörk í keppninni og af þeim eru tvö af frægustu mörkum sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner