Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 18:19
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Breiðabliks og ÍA: Arnór Smára á bekknum - Stokke byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir rúman klukkutíma hefst leikur Breiðabliks og ÍA í Bestu deild karla. Með sigri í dag geta Blikar farið á toppinn en skyldi Skaginn vinna minnka þeir muninn í Breiðablik í 6 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar frá seinasta leik Blika gegn KA sem Breiðablik vann 2-1. Þeir Oliver Sigurjónsson og Benjamin Stokke koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Ísak Snæ Þorvaldsson og Patrik Johannesen.

Skagamenn unnu góðan 2-1 sigur á KR í seinasta leik en þjálfari liðsins, Jón Þór Hauksson, gerir eina breytingu á liðinu frá þeim leik. Hann Guðfinnur Leó kemur inn í liðið fyrir fyrirliðann, Arnór Smárason, sem er á bekknum í kvöld. Viktor Jónsson er fyrirliði gestanna í kvöld.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir
banner
banner