Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 23. júní 2024 07:00
Sölvi Haraldsson
Sigur Íslands á Englendingum í 2. sæti yfir óvæntustu úrslit í sögu EM
Icelandair
Mynd: EPA

Eftir sigur Slóvaka á dögunum gegn Belgum fóru margir eflaust að hugsa um óvænt úrslit í sögu EM. Margir hugsa þá væntanlega fljótlega til leiksins í Nice árið 2016 þegar við lögðum Englendinga eftirminnilega 2-1. Samkvæmt GiveMeSport.com er kraftaverkið í Nice næst óvæntustu úrslit í sögu EM.


Óvæntustu úrslitin samkvæmt þeim er Grikkland 1-0 Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins árið 2004 þegar Grikkirnir fóru eftirminnilega alla leið og unnu keppnina.

Títtnefndi leikur Slóvaka og Belga er í 6. sæti og sigur Dana á Þýskalandi árið 1992 er í 3. sætinu. Belgar eiga tvö úrslit þarna en þeir töpuðu gegn Wales árið 2016 í átta liða úrslitum EM sem vakti gífurleg athygli.

Fyrir utan Slóvakasigurinn er sigur Svisslendinga á Frökkum í vítakeppni Evrópumótsins árið 2020 nýjasti leikurinn á þessum lista.

Listinn er eftir farandi:

1. Grikkland 1-0 Portugal, 2004

2. Ísland 2-1 England, 2016

3. Danmörk 2-0 Þýskaland, 1992

4. Wales 3-1 Belgía, 2016

5. Frakkland 3-3 Sviss (4-5 eftir vító), 2020

6. Slóvakía 1-0 Belgía, 2024

7. England 0-1 Írland, 1988

8. Lettland 0-0 Þýskaland, 2004

9. Svíþjóð 2-1 England, 1992

10. Tékkland 2-0 Holland, 2020


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner