Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. júlí 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal að leggja aukna áherslu á að fá Maddison
Mikel Arteta hefur lagt áherslu á að reyna að fá inn meiri sköpunarmátt á miðsvæði Arsenal.

Það hefur gengið brösuglega en Daily Mail segir að félagið hyggist leggja meiri áherslu á tilraunir til að krækja í James Maddison, stjörnuleikmann Leicester.

Arsenal vonast til þess að Leicester sé tilbúið að fara í viðræður. Arsenal er tilbúið að bjóða Leicester að fá Reiss Nelson og/eða Ainsley-Maitland Niles upp í kaupin.

Maddison var að glíma við meiðsli á síðasta tímabili og verðmæti hans lækkaði. Hann var ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir EM alls staðar.
Athugasemdir
banner