Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. júlí 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Grealish og Shaw áttu góða kvöldstund fyrir 8 þúsund evrur
Ensku landsliðsmennirnir Jack Grealish og Luke Shaw áttu góða kvöldstund í sumarfríinu sínu og eyddu 8 þúsund evrum á sjö klukkutímum á grísku eyjunni Mykonos.

Það samsvarar tæplega 1,2 milljónum íslenskra króna.

Þeir djömmuðu ásamt mökum sínum og vinum á sömu slóðum og Harry Maguire var að djamma á fyrir ári síðan áður en hann var handtekinn eins og frægt er.

Hópurinn gæddi sér á hágæða mat og drakk Disaronno, kampavín og fleiri drykki. Grealish er fyrirliði Aston Villa en Shaw er leikmaður Manchester United.

Maguire, sem er fyrirliði United, hefur átt rólegra sumarfrí en fyrir ári síðan. Hann hefur ferðast ásamt fjölskyldu sinni inannlands á Bretlandseyjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner