lau 23. júlí 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Conte ósáttur með ummæli Nagelsmann: Smá vanvirðing
Mynd: EPA

Antonio Conte knattspyrnustjóri Tottenham er ekki sáttur með ummæli sem Julian Nagelsmann þjálfari FC Bayern lét falla í gær.


Nagelsmann sagði í fjölmiðlum að hann hefði miklar mætur á Harry Kane, stjörnuleikmanni Tottenham, en verðmiðinn á honum væri líklega alltof hár til að Bayern gæti keypt.

„Ég er þjálfari sem talar ekki um leikmenn annarra liða, þetta er prinsippmál. Staðan hjá okkur í Tottenham er skýr og er Harry mjög mikilvægur partur af okkar áformum," sagði Conte eftir 2-1 sigur gegn Rangers í æfingaleik í dag.

„Ef ég vill gera eitthvað á leikmannamarkaðinum þá geri ég það ekki í gegnum fjölmiðla. Það er kannski verið að sýna smá vanvirðingu með því."

Það er ekki langt síðan stjórnendur Bayern kvörtuðu sáran undan ummælum stjórnendum Barcelona sem reyndu að fá Robert Lewandowski í byrjun sumars.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner