Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 23. júlí 2022 13:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dalot: Erum ánægðir með þessa ferð
Mynd: Getty Images
„Þú sást að þetta var erfitt," sagði Diogo Dalot í samtali við MUTV eftir 2-2 jafntefli gegn Aston Villa í Ástralíu í dag.

Það bætti vel í rigninguna þegar leið á leikinn en United var 2-0 yfir í hálfleik.

„Völlurinn var ekki góður til að spila fótbolta. Okkur gekk vel í fyrri hálfleik, við skoruðum tvö falleg mörk. Seinni hálfleikurinn var erfiður, við hefðum átt að koma sterkari út í síðari hálfleikinn. Við fengum á okkur mark eftir skyndisókn sem hefði ekki átt að gerast."

„Augljóslega var völlurinn erfiður svo leikurinn var svolitið ljótur. Á endanum ættum við að vera ánægðir með það sem við höfum gert í þessari ferð," sagði Dalot að lokum.

Næsti leikur United er gegn Atletico Madrid á Ulleval vellinum í Osló þann 30. júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner