banner
   lau 23. júlí 2022 15:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joelinton: Meistaradeildarsæti, af hverju ekki?
Mynd: EPA
Newcastle var í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni fyrri part síðustu leiktíðar. Fjárfestar frá Sádí Arabíu keyptu félagið og Eddie Howe tók við af Steve Bruce fyrir janúar gluggann.

Það voru miklar og áhugaverðar mannabreytingar á liðinu í janúar og á endanum var liðið í 11. sæti.

Liðið fékk Matt Targett frá Aston Villa á láni í janúar en festi kaup á honum nú í sumar þá eru Nick Pope frá Burnley og Sven Botman frá PSV mættir.

Joelinton leikmaður liðsins er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

„Við verðum að taka þetta skref fyrir skref. Við erum þó meðvitaðir um væntingar og pressuna sem er á okkur. Newcastle er stórt félagi með ástríðufulla stuðningsmenn og ég trúi því að við getum barist um Evrópusæti á þessari leiktíð," sagði Joelinton.

„Það gæti verið erfitt að ná Meistaradeildarsæti núna en af hverju ekki? Við viljum að minnsta kosti keppast um Evrópudeildarsæti."


Athugasemdir
banner
banner
banner