Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda spilar ekki meira með Blikum í sumar
Áslaug Munda í leik með Blikum í sumar.
Áslaug Munda í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, mun ekki spila meira í sumar.

Kemur þetta fram á Morgunblaðinu.

Áslaug Munda hefur átt í basli með meiðsli síðastliðin ár. Hún fékk slæmt höfuðhögg og hefur verið í vandræðum með eftirköstin af því.

Hún náði að spila sex leiki í sumar en hún tognaði aft­an í læri í upp­hit­un fyr­ir leik Breiðabliks gegn Val í maí. Hún hefur í kjölfarið af því átt erfitt með að koma sér aftur út á völlinn, þar á meðal vegna veikinda og blóðsýkingu.

Hún tognaði aftur aftan í læri fyrir þremur vikum og nú er það ljóst að hún spilar ekki meira með Blikum í sumar.

Áslaug Munda heldur út til Harvard í ágúst en hún er á leið á sitt þriðja ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Breiðablik er sem stendur á toppi Bestu deildarinnar með jafnmörg stig og Valur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner