Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Atletico undirbýr tilboð í Gallagher
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hefur áhuga á enska landsliðsmiðjumanninum Conor Gallagher hjá Chelsea.

Spænskir fjölmiðlar segja Atletico vera að búa sig undir að gera tilboð í leikmanninn. Chelsea vilji 40 milljónir evra fyrir hann en Atletico sé ólíklegt til að teygja sig alveg svo langt.

Gallagher skoraði sjö mörk og átti níu stoðsendingar á síðasta tímabili með Chelsea.

Atletico er einnig með augastað á öðrum miðjumanni, spænska landsliðsmanninum Mikel Merino hjá Real Sociedad.
Athugasemdir
banner