Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 23. júlí 2024 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lykilmaður Vestra að snúa aftur mun fyrr en búist var við
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski miðvörðurinn Gustav Kjeldsen var mættur á bekkinn hjá Vestra gegn HK um liðna helgi. Gustav varð fyrir því óláni að slíta hásin í vetur og fór í aðgerð vegna meiðslanna snemma í desember.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Vestri

Í stuttu samtali við Fótbolta.net segir hann að endurkomuferlið hafi gengið vel og hann sé mögulega aðeins á undan áætlun. Gustav segist klár í að spila gegn FH næsta laugardag.

Daninn var valinn besti leikmaður Vestra á síðasta tímabili þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni. Menn bjuggust ekki við Gustav aftur á völlinn á þessu tímabili. Í tilkynningu Vestra í vetur var sagt: „Við óskum honum góðs bata og hlökkum til að sjá hann á vellinum 2025."

Gustav er 24 ára og kom frá HB í Færeyjum fyrir tímabilið í fyrra.

Úr viðtali við þjálfarann Davíð Smára eftir leikinn gegn HK:
„Það vantar svolítið af leikmönnum hjá okkur í dag. Andri Rúnar Bjarnason er veikur og Pétur Bjarnason er meiddur. Það eru leikmenn utan hóps, Fatai er í banni. Það eru klárlega leikmenn sem geta komið inn í næsta leik. Það er spurning hvort við verðum áfram í fjögurra manna varnarlínu í næsta leik."

„Ég held að við, eins og flest lið, (séum að skoða markaðinn). Ef það er leikmaður sem við teljum að styrki fyrstu ellefu þá er það alveg klárlega eitthvað sem við erum að horfa í. Það er ekkert komnir en við erum bara opnir og klárir ef það er eitthvað sem kemur. Annars erum við með stóran hóp. Við erum að fá leikmenn til baka úr meiðslum eins og Gustav Kjeldsen sem var einn af okkar betri mönnum í fyrra. Það eru jákvæðir punktar hjá okkur og við þurfum að taka það með í framhaldið,"
sagði þjálfarinn.

Vestri er í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. Leikurinn gegn FH hefst klukkan 14:00 á laugardag.
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner