Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 18:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yngsti markaskorari í sögu Liverpool semur við Salford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Salford hefur staðfest komu hins 24 ára gamla Ben Woodburn til félagsins.

Woodburn er miðumaður og er yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Hann hefur verið hjá Preston í tvö tímabil en söðlaði um þegar samningur hans rann út.

Hann skrifar undir tveggja ára samning hjá Salford City sem endaði í 20. sæti ensku D-deildarinnar síðasta vetur.

Project 92 Limited á Salford en í þeim hópi eru þeir Nicky Butt, Ryan Giggs, Gary og Phil Neville og Paul Scholes.


Athugasemdir
banner
banner