Tchouameni á Anfield? - United skoðar ungan leikmann Arsenal - Chelsea skoðar möguleg kaup á Karim Adeyemi
   þri 29. nóvember 2016 21:36
Elvar Geir Magnússon
Ben Woodburn yngsti markaskorari í sögu Liverpool
Woodburn fagnar marki sínu í kvöld.
Woodburn fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ben Woodburn varð í kvöld yngsti markaskorari í sögu Liverpool þegar hann kom liðinu í 2-0 gegn Leeds. Woodburn er 17 ára og 45 daga gamall.

Hann hefur bætt met sem Michael Owen átti um 100 daga.

Woodburn, sem er U19-landsliðsmaður Wales, mun aldrei gleyma þessari stund en hann skoraði markið fyrir framan hina frægu Kop stúku á Anfield. Vel klárað hjá honum.

Á laugardaginn spilaði Woodburn sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn sem varamaður í blálokin í sigrinum gegn Sunderland.

Hann hefur verið í unglingastarfi Liverpool frá því hann var átta ára gamall og miklar vonir verið bundnar við hann. Hann hefur verið iðinn við markaskorun.

„Hann er rólegur strákur sem lætur til sín taka á vellinum. Það er ótrúlega gaman að vinna með honum á æfingasvæðinu," sagði Des Maher unglingaþjálfari hjá Liverpool þegar hann var beðinn um að lýsa Woodburn.

Utan vallar hefur strákurinn einnig staðið sig í stykkinu og gengið vel í skóla meðfram fótboltaiðkun sinni.

Strákur sem stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega ótrúlega spenntir fyrir.

Úrslit leiksins: 2-0 fyrir Liverpool
Athugasemdir
banner
banner