Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. ágúst 2019 13:51
Elvar Geir Magnússon
Guardiola hafði rangt fyrir sér með David Silva
David Silva.
David Silva.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það séu forréttindi að vinna með David Silva en Spánverjinn gæti spilað sinn 400. leik fyrir félagið á sunnudaginn.

Guardiola viðurkennir að hann hafi talið á sínum tíma að David Silva hefði ekki það sem þurfti til að ná árangri í enska boltanum.

„Ég er mjög ánægður með að hafa haft rangt fyrir mér!" segir Guardiola sem taldi að líkamsburðir hans myndu ekki henta í baráttuna í enska boltanum.

„Hann er ótrúlegur karakter, sigurvegari. Það sem hann hefur afrekað er magnað. Hann er einn snjallasti leikmaður sem ég hef unnið með, hann er svo góður á litlum svæðum. Hann má vera svo stoltur."

Cancelo gæti spilað sinn fyrsta leik
Pep Guardiola hefur staðfest að Oleksandr Zinchenko er klár fyrir leikinn gegn Bournemouth á sunnudaginn. Vinstri bakvörðurinn þurfti meðhöndlun í jafnteflisleiknum gegn Tottenham en það var bara krampi.

Miðvörðurinn John Stones er enn fjarverandi en Joao Cancelo gæti leikið sinn fyrsta leik.

„Hann getur spilað, hann er klár. Hann hefur verið flottur á æfingum, er góður atvinnumaður og með gæði," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner