Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 23. ágúst 2019 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Vissi í byrjun árs að við gætum þetta
Kvenaboltinn
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega glaður fyrir hönd stelpnanna, og stoltur af þeim. Ég vissi það í janúar, febrúar að við værum þess megnugar að geta unnið okkur upp um deild. Við höfum lagt mikið á okkur og ég er ótrúlega stoltur“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en hann stýrði í kvöld liði sínu upp um deild með 4-0 útisigri á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Leikmönnum Þróttar tókst illa að skapa sér færi gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sneru leiknum sér algjörlega í hag með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik.

„Við ræddum málin í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila. Þær voru aðeins stressaðar og áttuðu sig ekki alveg á því hvað þær geta. Seinni hálfleikur var svo einn sá besti sem ég hef séð hjá liðinu. Hreyfingin á liðinu og spilamennskan. Þetta hefðu allt eins getað orðið 10 mörk,“ sagði Nik sem þakkar góðu sjálfstrausti fyrir árangurinn í sumar.

Fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deildinni að Þróttur myndi enda í 3. sæti.

„Við höfum flogið svolítið undir radarnum en það er ágætt því þá höfum við getað spilað pressulaust. Það hefur lítið verið talað um okkur þar til fyrir nokkrum vikum og hér erum við. Eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild.“

Nik segir þó að aðeins öðru markmiði liðsins sé lokið. Stefnan sé sett á að vinna deildina.

„Þetta er í okkar höndum og við getum unnið deildina heima á móti FH. Ef það gengur ekki þá vitum við að ef við vinnum tvo af þremur síðustu leikjum þá vinnum við deildina.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir