Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fös 23. ágúst 2019 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Vissi í byrjun árs að við gætum þetta
Kvenaboltinn
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega glaður fyrir hönd stelpnanna, og stoltur af þeim. Ég vissi það í janúar, febrúar að við værum þess megnugar að geta unnið okkur upp um deild. Við höfum lagt mikið á okkur og ég er ótrúlega stoltur“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en hann stýrði í kvöld liði sínu upp um deild með 4-0 útisigri á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Leikmönnum Þróttar tókst illa að skapa sér færi gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sneru leiknum sér algjörlega í hag með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik.

„Við ræddum málin í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila. Þær voru aðeins stressaðar og áttuðu sig ekki alveg á því hvað þær geta. Seinni hálfleikur var svo einn sá besti sem ég hef séð hjá liðinu. Hreyfingin á liðinu og spilamennskan. Þetta hefðu allt eins getað orðið 10 mörk,“ sagði Nik sem þakkar góðu sjálfstrausti fyrir árangurinn í sumar.

Fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deildinni að Þróttur myndi enda í 3. sæti.

„Við höfum flogið svolítið undir radarnum en það er ágætt því þá höfum við getað spilað pressulaust. Það hefur lítið verið talað um okkur þar til fyrir nokkrum vikum og hér erum við. Eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild.“

Nik segir þó að aðeins öðru markmiði liðsins sé lokið. Stefnan sé sett á að vinna deildina.

„Þetta er í okkar höndum og við getum unnið deildina heima á móti FH. Ef það gengur ekki þá vitum við að ef við vinnum tvo af þremur síðustu leikjum þá vinnum við deildina.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner