Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 23. ágúst 2019 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Vissi í byrjun árs að við gætum þetta
Kvenaboltinn
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega glaður fyrir hönd stelpnanna, og stoltur af þeim. Ég vissi það í janúar, febrúar að við værum þess megnugar að geta unnið okkur upp um deild. Við höfum lagt mikið á okkur og ég er ótrúlega stoltur“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en hann stýrði í kvöld liði sínu upp um deild með 4-0 útisigri á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Leikmönnum Þróttar tókst illa að skapa sér færi gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sneru leiknum sér algjörlega í hag með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik.

„Við ræddum málin í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila. Þær voru aðeins stressaðar og áttuðu sig ekki alveg á því hvað þær geta. Seinni hálfleikur var svo einn sá besti sem ég hef séð hjá liðinu. Hreyfingin á liðinu og spilamennskan. Þetta hefðu allt eins getað orðið 10 mörk,“ sagði Nik sem þakkar góðu sjálfstrausti fyrir árangurinn í sumar.

Fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deildinni að Þróttur myndi enda í 3. sæti.

„Við höfum flogið svolítið undir radarnum en það er ágætt því þá höfum við getað spilað pressulaust. Það hefur lítið verið talað um okkur þar til fyrir nokkrum vikum og hér erum við. Eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild.“

Nik segir þó að aðeins öðru markmiði liðsins sé lokið. Stefnan sé sett á að vinna deildina.

„Þetta er í okkar höndum og við getum unnið deildina heima á móti FH. Ef það gengur ekki þá vitum við að ef við vinnum tvo af þremur síðustu leikjum þá vinnum við deildina.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner