Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   fös 23. ágúst 2019 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Vissi í byrjun árs að við gætum þetta
Kvenaboltinn
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega glaður fyrir hönd stelpnanna, og stoltur af þeim. Ég vissi það í janúar, febrúar að við værum þess megnugar að geta unnið okkur upp um deild. Við höfum lagt mikið á okkur og ég er ótrúlega stoltur“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en hann stýrði í kvöld liði sínu upp um deild með 4-0 útisigri á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Leikmönnum Þróttar tókst illa að skapa sér færi gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sneru leiknum sér algjörlega í hag með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik.

„Við ræddum málin í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila. Þær voru aðeins stressaðar og áttuðu sig ekki alveg á því hvað þær geta. Seinni hálfleikur var svo einn sá besti sem ég hef séð hjá liðinu. Hreyfingin á liðinu og spilamennskan. Þetta hefðu allt eins getað orðið 10 mörk,“ sagði Nik sem þakkar góðu sjálfstrausti fyrir árangurinn í sumar.

Fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deildinni að Þróttur myndi enda í 3. sæti.

„Við höfum flogið svolítið undir radarnum en það er ágætt því þá höfum við getað spilað pressulaust. Það hefur lítið verið talað um okkur þar til fyrir nokkrum vikum og hér erum við. Eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild.“

Nik segir þó að aðeins öðru markmiði liðsins sé lokið. Stefnan sé sett á að vinna deildina.

„Þetta er í okkar höndum og við getum unnið deildina heima á móti FH. Ef það gengur ekki þá vitum við að ef við vinnum tvo af þremur síðustu leikjum þá vinnum við deildina.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner