Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. september 2020 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Arsenal: Rúnar Alex á bekknum
Mynd: Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson er nýlega búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal þar sem hann er varamarkvörður Bernd Leno. Rúnar Alex fyllir í skarð Emiliano Martinez sem var seldur til Aston Villa.

Það voru spurningar uppi um hvort Rúnar Alex myndi fara beint í byrjunarliðið í fyrsta leik Arsenal í deildabikarnum sem er á útivelli gegn Leicester City í kvöld. Svo er ekki þar sem Mikel Arteta ákvað að setja Leno í markið.

Rúnar Alex gæti þó byrjað næstu bikarleiki hjá Arsenal þar sem varamarkvörður félagsins ver vanalega mark liðsins í hinum ýmsu bikarkeppnum.

Brendan Rodgers og Mikel Arteta gera margar breytingar á liðunum sem unnu í úrvalsdeildinni um helgina. Sead Kolasinac, Bukayo Saka, Rob Holding og Leno eru einu leikmennirnir sem halda sér inná.

James Maddison er í byrjunarliði Leicester ásamt Marc Albrighton en í liði Arsenal má finna menn á borð við Nicolas Pepe, Reiss Nelson, Ainsley Maitland-NIles og David Luiz.

Leicester: Ward, Amartey, Morgan, Fuchs, Albrighton, Choudhury, Dewsbury-Hall, Thomas, Gray, Maddison, Iheanacho
Varamenn: Jakupović, Knight, Justin, Tielemans, Praet, Barnes, Pérez.

Arsenal: Leno, Holding, Luiz, Kolasinac, Maitland-Niles, Elneny, Willock, Saka, Pepe, Nelson, Nketiah
Varamenn: Rúnarsson, Bellerin, Saliba, Ceballos, Xhaka, Willian, Lacazette
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner