Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 15:45
Elvar Geir Magnússon
Innkastið setur saman sameiginleg byrjunarlið FH og Vals
Hlaðvarpsþátturinn Innkastið á Fótbolta.net.
Hlaðvarpsþátturinn Innkastið á Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net
Allir velja Hannes í markið.
Allir velja Hannes í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann er valinn í lið Gunnars Birgissonar.
Guðmann er valinn í lið Gunnars Birgissonar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Allir velja Valgeir Lunddal í vinstri bakvörð.
Allir velja Valgeir Lunddal í vinstri bakvörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lennon er í öllum liðunum.
Lennon er í öllum liðunum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í tilefni af toppslag FH og Vals í Pepsi Max-deildinni á morgun þá settu fjórir sérfræðingar Innkastsins saman sterkasta byrjunarliðið búið til úr leikmannahópum beggja liða.

Í þessum samkvæmisleik er gert ráð fyrir að allir séu heilir hjá báðum liðum. Eins og sjá má hér að neðan eru Valsmenn í meirihluta í öllum fjórum liðunum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:15. FH-ingar þurfa á sigri að halda til að búa til einhverja smá spennu í titilbaráttunni en Valur nær ellefu stiga forystu með sigri.

Allir fjórir eru með sömu sóknarlínuna: Patrick Pedersen (Val), Aron Bjarnason (Val) og Steven Lennon (FH). Þá eru allir með Hannes Þór Halldórsson (Val) í markinu og bakverði Vals, Valgeir Lundal og Birki Má Sævarsson, í sínu liði. Á miðjunni eru allir með Lasse Petry (Val) og Eggert Gunnþór Jónsson (FH).

Athygli vekur að Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er ekki valinn af neinum.

Skoðum liðin og byrjum á liðinu sem Tómas Þór Þórðarson valdi. Hann teflir fram því liði sem er með flesta Valsmenn, aðeins tveir FH-ingar komast fyrir:



Gunnar Birgisson er sá eini sem velur Guðmann Þórisson, varnarmann FH:



Ingólfur Sigurðsson er sá sem velur flesta FH-inga en þeir eru þó aðeins fjórir gegn sjö Valsmönnum. Hann er sá eini sem velur Björn Daníel Sverrisson í sitt lið:



Og að lokum er það Magnús Már Einarsson en hann velur nánast eins lið og Gunnar. Hann er þó með Guðmund Kristjánsson í vörninni en ekki Guðmann:



fimmtudagur 24. september
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
16:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Grótta (Meistaravellir)
16:15 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner