Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. september 2021 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sergi Roberto: Við verðum að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Barcelona gerði markalaust jafntefli gegn Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það gengur lítið sem ekkert hjá Barcelona þessa dagana. Liðið er með 9 stig í 7. sæti deildarinnar eftir fimm umferðir. Tvö jafntefli í röð í deildinni og 3-0 tap gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.

Liðið lék einum færri síðustu 25 mínúturnar í kvöld þar sem Frenkie De Jong var rekinn af velli.

Sergi Roberto leikmaður liðsins er ekkert á þeim buxunum að gefast upp en hann sagði í viðtali eftir leikinn að liðið þyrfti að vinna deildina í ár.

„Deildin er löng en ef við snúum blaðinu ekki við fljótt verður erfitt að vinna deildina. Við verðum að vinna hana, það er ekki nógu gott að enda í topp fjórum. Mér finnst hin liðin ekki vera með betra lið," sagði Roberto.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner