Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 23. september 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár skrifa undir hjá Víkingi R.
Mynd: Víkingur R.
Víkingur R. var að semja við þrjár ungar stelpur sem eru allar fæddar árið 2006 og því á fimmtánda aldursári.

Sigdís Eva Bárðardóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Bergdís Sveinsdóttir eru búnar að skrifa undir samninga við meistaraflokk og hefur þjálfarateymi Víkings miklar mætur á þeim.

Víkingur endaði í fjórða sæti Lengjudeildar kvenna í sumar þar sem Sigdís Eva kom við sögu í sex leikjum og Sigurborg Katla í einum. Þær stöllurnar æfa með 3. flokki Víkings og eru vanar að keppa til úrslita í sínum aldurshópi, en auk þess spiluðu þær uppfyrir sig með 2. flokk.

Stelpurnar hafa allar verið í kringum U15 landsliðið og þykja einstaklega efnilegar.

„Það heyrir til undantekninga að samningar séu gerðar við svo ungar stúlkur, en þær hafa með ástundun og metnaði sýnt að þær vilja ná langt í íþróttinni. Það er Víkingum mikið gleðiefni að ganga frá samningum við þær svo ungar og tilhlökkun að sjá þær taka næstu skref. Til hamingju stelpur!" segir meðal annars í færslu Víkings.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner