Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2022 08:10
Elvar Geir Magnússon
Næsti leikur lykill að framtíð Rodgers - Pochettino tekur ekki við Nice
Powerade
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Mynd: EPA
Pochettino ætlar að bíða.
Pochettino ætlar að bíða.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudag og velkomin með okkur í slúðurpakkann. Rodgers, Pochettino, Messi og fleiri í pakkanum í dag.

Leicester City hyggst gefa Brendan Rodgers meiri tíma til að snúa gengi liðsins við. Móttökurnar sem hann fær frá stuðningsmönnum í heimaleiknum gegn Nottingham Forest gætu þó haft úrslitaáhrif á framtíð hans. Leicester er sigurlaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar. (The Athletic)

Samningaviðræður milli Everton og Anthony Gordon (21) eru að þróast vel. Framherjinn ungi var orðaður við Chelsea í sumar en fær umtalsverða launahækkun á Goodison Park. (inews)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gæti ákveðið framtíð hollenska miðjumannsins Donny van de Beek (25) í október. Leikmaðurinn hefur ekki fengið mikinn spiltíma. (Manchester Evening News)

Mauricio Pochettino (50) vill bíða eftir tilboði frá toppfélagi á Englandi, Spáni eða Ítalíu. Hann hefur ekki áhuga á að taka við franska liðinu Nice á þessum tímapunkti. (Evening Standard)

Scott Parker (41), fyrrum stjóri Bornemouth, gæti tekið við Nice. (Foot Mercato)

Belginn Eden Hazard (31) segir að staða sín hjá Real Madrid sé viðkvæm. Hann vilji vera áfram hjá félaginu en vill meiri spiltíma. (Marca)

Suður-kóreski varnarmaðurinn Kim Min-Jae (25), sem hefur verið orðaður við Manchester United, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Napoli upp á 50 milljónir evra. En það getur ekki verið virkjað í janúarglugganum, félög þyrfu að bíða til sumars. (Gianluca Di Marzio)

Barcelona hefur möguleika á því að rifta samningi spænska miðvarðarins Gerard Pique (35) í júní 2023, einu ári áður en hann rennur út, ef leikmaðurinn spilar í innan við 35% af leikjum tímabilsins. (Mundo Deportivo)

Argentínski framherjinn Paulo Dybala (28) segir að síðustu ár sín hjá Juventus hafi ekki verið auðveld. Skiptin yfir til Roma hafi gert sér gott. (ESPN Argentina)

Ronald Koeman segist hafa viljað fá hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum (31) þegar hann stýrði Barcelona en segir að Joan Laporta forseti félagsins hafi viljað meira gera sig pirraðan frekar en að fá inn leikmann. (AD)

Gerry Cardinale, eigandi AC Milan, mun snúa aftur til Ítalíu í október en endurnýjun á samningum stjórans Stefano Pioli og portúgalska framherjans Rafael Leao (23) verða forgangsverkefni. (La Gazzetta dello Sport)

Callum Hudson-Odoi (21) er að vekja athygli í stöðu sóknarmiðjumanns, 'tíu', í liði Bayer Leverkusen þar sem hann er á láni frá Chelsea. (The Athletic)

Kaup Paris St-Germain á argentínsku goðsögninni Lionel Messi (35) á frjálsri sölu frá Barcelona í ágúst 2021 hefur fært félaginu 700 milljónir evrur í tekjur í gegnum auglýsingasamninga. (El Economista)
Athugasemdir
banner
banner
banner