Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 23. september 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta að Joao Pedro fari ekki neitt með löngum samning
Brasilíski framherjinn Joao Pedro er búinn að skrifa undir nýjan samning við Watford.

Watford hafnaði tilboðum frá Everton og Newcastle í framherjann í sumar en félagið hafnaði öllum tilboðum í hann.

Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en sá brasilíski er gríðarlega ánægður í herbúðum Watford og ætlar sér ekki að fara neitt.

„Ég er virkilega ánægður hérna. Ég elska að vera í Watford og vil afreka meira með liðinu," sagði leikmaðurinn fyrr í þessum mánuði.

Núna er það ljóst að hann er ekki að fara neitt. Nýr samningur hans gildir til 2028 - hvorki meira né minna.


Athugasemdir
banner
banner