Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. september 2022 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Rosenborg: Sár hans munu ekki gróa hraðar á Íslandi
Kristall Máni fagnar marki með U21.
Kristall Máni fagnar marki með U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason verður ekki með U21 landsliðinu í leikjunum mikilvægu gegn Tékklandi þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Hann var valinn í U21 hópinn fyrir leikina og fór í skoðun hér á Íslandi, en við það kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann axlarbrotnaði í leik með Rosenborg í Noregi fyrr í lok síðasta mánaðar.

Kristall mætti á æfingu með U21 fyrr í þessari viku og spjallaði við fréttamann Fótbolta.net. Þar sagði hann að staðan á sér væri góð, hann væri alltaf að verða betri en hann ætti jafnframt að hvíla eins mikið og hann gæti.

Kjetil Rekdal, þjálfari Rosenborg, hefur tjáð sig við norska fjölmiðla um þá ákvörðun hjá U21 að velja Kristal Mána í hópinn.

„Ísland á rétt á því að velja hann í hópinn og fá hann til skoðunar. Það eru reglurnar. En sár hans munu ekki gróa hraðar á Íslandi. Það væri klikkun fyrir hann að fara að spila núna," sagði Rekdal við Aftenposten.

Rekdal býst ekki við því að Kristall verði klár í slaginn fyrr en um miðjan október.

„Við höfum tekið það skýrt fram við hann og íslenska fótboltasambandið að hann verði að bíða. Þetta á að taka sex vikur og þegar seinni leikurinn er spilaður þá eru tíu dagar í að sá tími verði liðinn. Þetta eru tíu mikilvægir dagar," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner