Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
banner
   þri 20. september 2022 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall fagnar marki.
Kristall fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var mættur til æfinga hjá íslenska U21 landsliðinu á sínum gamla heimvelli í Víkinni í morgun.

Kristall, sem er mikilvægur fyrir liðið, hefur verið að glíma við meiðsli en hann er mættur til móts við hópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

„Staðan er mjög fín sko. Ég fer í skoðun á morgun. Ég fæ að vita á morgun hvernig þetta verður. Vonandi næ ég öðrum hvorum leiknum eða báðum," segir Kristall en hann var með að einhverju leyti á æfingunni í dag.

Hann meiddist í leik með Rosenborg í síðasta mánuði þar sem hann lenti á stönginni eftir að hafa skorað mark. Hann átti að vera frá í sex vikur en er mættur í U21 landsliðið og vonast til þess að spila.

„Ég er byrjaður að æfa meira en ég gerði og þetta er alltaf að verða betra."

„Maður var ekki alveg voðalega viss en svo batnaði þetta með hverjum deginum og maður er vonandi klár," segir Kristall en hann segir að fyrsta hugsun við meiðslin hafi verið að klára leikinn sem hann var að spila.

„Ég á að reyna að hvíla eins mikið og ég get. Það er ekkert flóknara en það."

Kristall segist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Rosenborg en hann gekk í raðir félagsins fyrr í sumar. Hann segir félagið risastórt miðað við félög á Íslandi. „Maður ætlar að halda áfram og fara lengra," segir þessi öflugi leikmaður.

Kristall segist ekki vita það hvort hann geti spilað á föstudaginn en hann vonast auðvitað til þess.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner