Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 20. september 2022 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall fagnar marki.
Kristall fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var mættur til æfinga hjá íslenska U21 landsliðinu á sínum gamla heimvelli í Víkinni í morgun.

Kristall, sem er mikilvægur fyrir liðið, hefur verið að glíma við meiðsli en hann er mættur til móts við hópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

„Staðan er mjög fín sko. Ég fer í skoðun á morgun. Ég fæ að vita á morgun hvernig þetta verður. Vonandi næ ég öðrum hvorum leiknum eða báðum," segir Kristall en hann var með að einhverju leyti á æfingunni í dag.

Hann meiddist í leik með Rosenborg í síðasta mánuði þar sem hann lenti á stönginni eftir að hafa skorað mark. Hann átti að vera frá í sex vikur en er mættur í U21 landsliðið og vonast til þess að spila.

„Ég er byrjaður að æfa meira en ég gerði og þetta er alltaf að verða betra."

„Maður var ekki alveg voðalega viss en svo batnaði þetta með hverjum deginum og maður er vonandi klár," segir Kristall en hann segir að fyrsta hugsun við meiðslin hafi verið að klára leikinn sem hann var að spila.

„Ég á að reyna að hvíla eins mikið og ég get. Það er ekkert flóknara en það."

Kristall segist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Rosenborg en hann gekk í raðir félagsins fyrr í sumar. Hann segir félagið risastórt miðað við félög á Íslandi. „Maður ætlar að halda áfram og fara lengra," segir þessi öflugi leikmaður.

Kristall segist ekki vita það hvort hann geti spilað á föstudaginn en hann vonast auðvitað til þess.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner