Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   lau 23. september 2023 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Man City og Forest: Foden bestur - Rodri fær fimmu
Mynd: EPA

Manchester City lagði Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Phil Foden var valinn maður leiksins að mati Sky Sports en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri. Kyle Walker lagði upp markið en þeir fá báðir átta í einkunn.

Erling Haaland skoraði seinna mark liðsins en hann fær sjö.

Rodri fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og fær fimm í einkunn en hann átti stóran þátt í marki Foden.

Nuno Tavares átti erfitt uppdráttar en hann þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Man City: Ederson (7), Walker (8), Dias (7), Akanji (7), Gvardiol (7), Rodri (5), Nunes (7), Foden (8), Alvarez (7), Haaland (7), Doku (8).

Varamenn: Phillips (6), Ake (7), Grealish (n/a).

Nottingham Forest: Turner (6), Aurier (6), Boly (5), Niakhate (6), Aina (6), Sangare (6), Dominguez (6), Mangala (6), Tavares (4), Gibbs-White (6), Awoniyi (6).

Varamenn: Montiel (6), Hudson-Odoi (6), Elanga (6), Wood (6), Origi (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner