Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   lau 23. september 2023 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maddison: Það er eitthvað einstakt í loftinu
Mynd: Getty Images

Tottenham hefur byrjað tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Ange Postecoglou en liðið er í 2. sæti með 13 stig eftir fimm umferðir.


Tottenham heimsækir Arsenal í grannaslag á morgun. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni.

James Maddison gekk til liðs við félagið í sumar frá Leicester en hann segir að það sé eitthvað einstakt í loftinu.

„Við viljum ekki fara framúr okkur, það er okkar starf að vera einbeittir og halda áfram. En ég væri að ljúga ef ég segði að tilfinningin væri ekki sú að það væri eitthvað einstakt í loftinu þessa stundina," sagði Maddison við Sky Sports.

Ange Postecoglou tók við liðinu í sumar en Maddison hrósaði honum í hástert.

„Hann er öðruvísi en allir sem ég hef unnið með áður. Hann segir nákvæmlega það sem honum finnst og sem leikmaður er það sem maður vill. Maður vill heiðarleika," sagði Maddison.

„Hann er góður í hvatningaræðum. Maður kemur út af fundi með honum og er tilbúinn að hlaupa í gegnum veggi. Hann fær alla leikmenn til að vilja vinna fyrir sig. Allir eru á sömu blaðsíðu."


Athugasemdir
banner
banner