Jose Mourinho, þjálfari Roma, var öskuillur í hálfleik þegar Roma tapaði 6-1 gegn Bodö/Glimmt í Sambandsdeildinni.
Ótrúleg úrslit í Noregi sem hafa vakið mikla athygli og nú hefur miðillinn Il Corriere dello Sport á Ítalíu fjallað um það hvað Mourinho sagði við leikmenn sína í hálfleiknum.
„Það eru sumir leikmenn hérna sem gætu ekki spilað í Noregi, ekki einu sinni í Serie B," á Mourinho að hafa sagt í hálfleiknum samkvæmt Corriere dello Sport.
Roma mætir Napoli á morgun í Serie A deildinni á Ítalíu en Napoli er búið að vinna alla sína leiki í deildinni til þessa og situr á toppnum.
Mourinho býst við því að sínir menn mæti brjálaðir til leiks eftir úrslitin hörmulegu í Noregi en Rómverjar hafa farið ágætlega af stað í deildinni og sitja í 4. sæti.
Athugasemdir