Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mussolini í leikmannahópi Lazio gegn Verona
Mynd: Corriere
Tengsl Lazio við Mussolini fjölskylduna og fasisma á Ítalíu hafa lengi verið öllum kunn. Félagið er þó að reyna að fjarlægjast þessa tengingu og rak á dögunum hlutastarfsmann hjá sér sem sá um fálka félagsins. Starfsmaðurinn, sem er Spánverji, var rekinn vegna stuðnings sins við fasismahreyfinguna á Ítalíu. Lazio á lifandi fálka, enda er merki liðsins haldið uppi af fálka.

Þetta breytir því ekki að Benito Mussolini, fyrrum harðstjóri Ítalíu, á eftirlifandi fjölskyldu sem hefur kosið að halda ættarnafninu og er mjög virk í ítalskri pólitík.

Eitt af barnabarnabörnum Benito er Romano Floriani Mussolini, betur þekktur sem Mussolini Jr. í ítölskum fjölmiðlum. Hann er í leikmannahópi Lazio gegn Verona á morgun og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins.

Romano Mussolini, eða Mussolini Jr. eins og hann er kallaður í ítölskum fjölmiðlum, er fæddur 2003 og er hægri kantmaður.

Móðir hans, Alessandra Mussolini, er virk í pólitík og kemur því ekki á óvart að sonur hennar sé á hægri vængnum.

Romano ber tvö ættarnöfn að beiðni móður sinnar sem vildi alls ekki missa Mussolini nafnið úr ættinni þegar sonurinn var skírður.
Athugasemdir
banner