Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Þarf að venjast ákefðinni í enska boltanum
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool.
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa er á meiðslalistanum hjá Liverpool og Arne Slot segir að ítalski sóknarleikmaðurinn þurfi að venjast ákefðinni í enska boltanum eftir að hafa misst af öllu undirbúningstímabili Juventus.

Chiesa kom til Liverpool í lok gluggans og hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool á þessu tímabili.

„Hann missti af öllu undirbúningstímabilinu og er kominn í deild þar sem ákefðin og hraðinn eru meiri en í ítölsku deildinni. Við höfum verið að mæta ítölskum liðum (Milan og Bologna í Meistaradeildinni) svo ég get alveg fullyrt það," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.

„Það er flókið fyrir hann að ná upp þeirri ákefð sem aðrir í liðinu búa yfir. Það hefur ekki mikið að gera með muninn á deildunum heldur því að hann náði ekki undirbúningstímabilinu. Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að vera alltaf inn og út á æfingum. En hann gerði langtímasamning svo við bíðum og sjáum hvað hann kemur með að borðinu fyrir okkur."

Chiesa er 26 ára og skoraði 47 mörk auk þess að eiga 43 stoðsendingar í 235 leikjum fyrir Fiorentina og Juventus.

Liverpool mætir RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld. Diogo Jota fékk högg í bringuna og þurfti að fara af velli í 2-1 sigrinum gegn Chelsea á sunnudaginn. Portúgalski sóknarleikmaðurinn hefur ekki jafnað sig.
Athugasemdir
banner