Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   lau 23. nóvember 2019 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Hallfreðsson í liði FH í Bose-mótinu
Mynd úr leiknum í dag.
Mynd úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson hefur verið án félags frá því í sumar. Hann var mikið orðaður við Roma fyrir um mánuði síðan vegna miðjumannakrísu hjá ítalska félaginu en Roma leysti málin með því að færa varnarmann á miðjuna.

Emil hefur ekki fundið sér lið en hann hefur æft með FH. Í dag er hann í liði félagsins sem mætir KR í Bose-mótinu.

Emil er margreyndur landsliðsmaður og því ljóst að hann yrði mikill hvalreki fyrir FH ef hann leikur með félaginu á komandi tímabili. Emil var í liði FH sem varð Íslandsmeistari árið 2004.

Viktor Smári Segatta, sem leikið hefur með Stord í Noregi undanfarin ár, leikur einnig með FH í dag.
Athugasemdir
banner
banner