Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Dortmund heldur áfram að fá greiðslur frá Barcelona vegna Dembele
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hefur fengið nýja greiðslu frá Barcelona vegna sölunnar á Ousmane Dembele árið 2017.

Þýska stórliðið setti ýmsar klásúlur í söluna á Dembele fyrir þremur árum. Frakkinn var seldur á 96 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað alls upp í 136 milljónir punda.

Barcelona samþykkti að borga Dortmund 4,4 milljóna punda greiðslu eftir 25 leiki og svo aftur eftir 50, 75 og 100.

Dembele hefur spilað 57 leiki fyrir Börsunga í La Liga, 18 sinnum í Meistaradeildinni, sjö sinnum í bikarnum og einn Ofurbikarleik. Hann hefur því alls spilað 83 leiki í öllum keppnum fyrir Barcelona.

Framtíð hans á Nývangi hefur þó verið talsvert til umræðu og hann var meðal annars orðaður við Manchester United og Arsenal. Dembele hefur færst aftar í goggunarröðina síðan Ronald Koeman tók við liðinu, hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki á tímabilinu.

Barcelona á í fjárhagsvandræðum og það flækir hlutina enn frekar.
Athugasemdir
banner