Er Marcel Brands svarið við vandamálum Manchester United? Brands er yfirmaður fótboltamála hjá Everton og sögusagnir um að United hafi áhuga á að ráða hann til sín.
Lengi hefur verið talað um að United þurfi að setja á laggirnar stöðu yfirmanns fótboltamála hjá sér og samningur Brands við Everton rennur út eftir þetta tímabil.
Lengi hefur verið talað um að United þurfi að setja á laggirnar stöðu yfirmanns fótboltamála hjá sér og samningur Brands við Everton rennur út eftir þetta tímabil.
Ef þessi 58 ára Hollendingur yrði ráðinn á Old Trafford þá tæki hann við því hlutverki af framkvæmdastjóranum Ed Woodward að sjá um leikmannakaup United. Margir stuðningsmenn eru ósáttir við hversu illa hefur gengið að landa mönnum sem eru á óskalistanum.
Woodward hefur verið hjá United í yfir fimmtán ár en hefur enga reynslu af því að spila eða þjálfa. Brands hefur sýnt klókindi sín á markaðnum með því að ná í stór nöfn og einnig sækja unga og efnilega leikmenn.
Einn nánasti samstarfsmaður Brands hjá Everton er Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, en Grétar er yfirnjósnari Everton á Evrópumarkaði.
Áður en Brands tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá Everton hafði hann sinnt sama starfi hjá RKC Waalwijk, AZ Alkmaar og PSV Eindhoven.
Hjá Everton hefur hann aukið getu Everton til að fá inn stór nöfn. Leikmenn eins og Lucas Digne, James Rodriguez, Yerry Mina og Andre Gomes hafa komið til Everton fyrir tilstuðlan Brands. Svo krækti hann í Richarlison sem hefur þróast í að verða einn besti, ef ekki besti, leikmaður Everton.
Athugasemdir