Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 23. nóvember 2020 11:01
Magnús Már Einarsson
Salah ekki lengur með veiruna - Æfir á ný í dag
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, greindist ekki lengur með kórónuveiruna í skimun sem hann fór í um helgina.

Salah mun því hefja æfingar með Liverpool á nýjan leik í dag en Jurgen Klopp staðfesti þetta eftir sigurinn á Leicester í gær.

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, meiddist aftan í læri í leiknum í gær en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.

„Hann til aftan í læri og gat ekki spilað áfram. Annars hefði hann verið lengur inni á vellinum," sagði Klopp.

Xherdan Shaqiri var fjarverandi í gær vegna smávægilegra meiðsla en hann gæti snúið aftur fljótlega.
Athugasemdir
banner