Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. nóvember 2021 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar stjóri, sami De Gea
De Gea er búinn að vera frábær á tímabilinu.
De Gea er búinn að vera frábær á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn David de Gea hefur verið ljósasti punktur Manchester United á tímabilinu.

Eftir að hafa átt uppdráttar undanfarin tímabil, þá hefur De Gea stigið upp á þessu tímabili.

De Gea hefur átt mjög góðan leik gegn Villarreal í Meistaradeildinni í kvöld og hefur hann haldið United í leiknum. Eftir klukkutíma leik varði hann frábærlega frá Manu Trigueros, miðjumanni Villarreal.

De Gea hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðuna í kvöld en markvörslu hans má sjá með því að smella hérna.

„Hvar væri Man Utd án De Gea? Hann heldur áfram að bjarga þeim," skrifar Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlands, á Twitter.

Samuel Luckhurst, sem skrifar um United fyrir staðarmiðilinn Manchester Evening News, segir að sagan sé sú sama hjá United þrátt fyrir stjóraskiptin; De Gea heldur áfram að bjarga þeim.




Athugasemdir
banner
banner
banner