mið 23. nóvember 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Boehly finnst freistandi að fá Ronaldo
Powerade
Todd Boehly, eigandi Chelsea.
Todd Boehly, eigandi Chelsea.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Danilo orðaður við Arsenal.
Danilo orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hvert verður næsta félagslið Cristiano Ronaldo? Danilo, Thuram, Guardiola, Tchouameni, Memphis og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Samkomulag Cristiano Ronaldo (37) og Manchester United um riftun á samningi gerir það að verkum að United sleppir við að borga portúgölsku stjörnunni 16 milljónir punda í laun. (Mirror)

Ronaldo getur valið milli Newcastle United eða Sádi-arabíska félagsins Al-Nassr. (Marca)

Chelsea vill hefja viðræður við Ronaldo þar sem eigandinn Todd Boehly sér kosti við að fá hann á frjálsri sölu. Stjórinn Graham Potter er ekki eins sannfærður. (CBS)

Chelsea og Newcastle hyggjast ekki reyna að fá Ronaldo og Inter Miami er sagt vera að horfa annað. (Telegraph)

Hvert mark Ronaldo fyrir Manchester United eftir endurkomuna kostaði félagið 1,2 milljón punda. (Mail)

Markaðsvirði Manchester United jókst um 17% eftir að eigendur félagsins, Glazer fjölskyldan, sögðust vera að íhuga að selja félagið. (Sky)

Newcastle United er tilbúið að borga Borussia Mönchengladbach 10 milljónir punda í janúar fyrir franska framherjann Marcus Thuram (25) en samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Youssoufa Moukoko (18), sóknarmaður Borussia Dortmund, er í viðræðum um að vera áfram hjá Dortmund. Manchester United, Liverpool og Bayern München hafa sýnt honum áhuga. (Fabrizio Romano)

Arsenal íhugar að gera janúartilboð í brasilíska framherjann Danilo (21) hjá Palmeiras. (Sun)

Franski landsliðsmaðurinn Aurelien Tchouameni (22), fyrrum miðjumaður Mónakó, segir að Liverpool hafi verið fyrst til að reyna að fá sig en hann var ákveðinn í að fara til Real Madrid í sumar. (Le Parisien)

Hollenski framherjinn Memphis Depay (28) segir að hann sé óviss um framtíð sína hjá Barcelona. Hann var orðaður við endurkomu til Manchester United. (Mirror)

Ráðgjafi Barcelona segir það ekki rétt að félagið hafi lekið upplýsingum úr samningi Frenkie de Jong (25) síðasta sumar. Manchester United vill fá hollenska miðjumanninn. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur samþykkt tveggja ára samning við City til 2025. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner