Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 23. desember 2020 19:22
Aksentije Milisic
Deildabikarinn: Tottenham í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Stoke City 1 - 3 Tottenham
0-1 Gareth Bale ('22 )
1-1 Jordan Thompson ('53 )
1-2 Ben Davies ('70 )
1-3 Harry Kane ('81 )

Tottenham heimsótti Stoke City í kvöld en liðið áttust við í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

Tottenham byrjaði leikinn betur í kvöld og komst yfir á 22. mínútu þegar Gareth Bale skoraði. Hann skallaði þá inn fyrirgjöf frá Harry Winks.

Stoke sá ekki til sólar í fyrri hálfleiknum en liðið mætti hins vegar vel inn í síðari hálfleikinn. Jordan Thompson jafnaði metin þegar hann skoraði með fínu skotið á nærstöngina og allt orðið jafnt.

Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka kom Ben Davies Tottenham yfir á ný. Hann átti þá gott skot fyrir utan teig sem Andy Lonergan réði ekki við.

Það var síðan markamaskínan Harry Kane sem gulltryggði Tottenham farseðilinn í undanúrslitin. Heimamenn misstu þá boltann klaufalega á eigin vallarhelmingi sem endaði með því að Moussa Sissoko fann Kane sem kláraði færið mjög vel.

Klukkan 20 hefst leikur Everton og Manchester United en ásamt Tottenham eru Brentford og Manchester City einnig komin í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner