ÍA heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn af landsbyggðinni. Fyrir helgi var fjallað um komu Brynjars Óðins Atlasonar frá Hamri og í dag bættist annar við því Daníel Michal Grzegorzsson hefur skrifað undir samning við félagið.
Daníel Michal er fæddur árið 2009 og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið á UEFA móti í október í fyrra. Hann skoraði eitt mark á mótinu.
Í sumar kom Daníel við sögu í tveimur deildarleikjum með KFA í 2. deild og lék einn leik í Fótbolti.net bikarnum þar sem hann skoraði í sigri á Ými.
Hann var svo nýlega valinn í æfingahóp U16 landsliðsins sem kemur saman í janúar.
Daníel Michal er fæddur árið 2009 og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið á UEFA móti í október í fyrra. Hann skoraði eitt mark á mótinu.
Í sumar kom Daníel við sögu í tveimur deildarleikjum með KFA í 2. deild og lék einn leik í Fótbolti.net bikarnum þar sem hann skoraði í sigri á Ými.
Hann var svo nýlega valinn í æfingahóp U16 landsliðsins sem kemur saman í janúar.
„Daníel er fljótur og teknískur leikmaður sem getur bæði skorað mörk og lagt upp fyrir liðsfélaga sína," segir í tilkynningu ÍA.
Hann er annar leikmaður KFA sem kemur til ÍA á árinu. Hinn er Jón Breki Guðmundsson sem kom í sumarglugganum hefur verið orðaður við Empoli á Ítalíu síðustu vikur.
Athugasemdir