Brynjar Óðinn Atlason er genginn í raðir ÍA en hann kemur til félagsins frá Hamri. Brynjar Óðinn er 15 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 28 leiki fyrir meistaraflokk Hamars og skorað í þeim tvö mörk.
„Brynjar Óðinn er öflugur hægri bakvörður með mikla hlaupagetu og góðar fyrirgjafir. Hann er góður varnarlega og gefur mikið af sér á vellinum."
„Brynjar hefur verið í æfingahópum U-16 ára landsliðs Íslands undanfarna mánuði og var sömuleiðis valinn í þann hóp fyrir komandi verkefni í janúar," segir í tilkynningu ÍA.
„Brynjar Óðinn er öflugur hægri bakvörður með mikla hlaupagetu og góðar fyrirgjafir. Hann er góður varnarlega og gefur mikið af sér á vellinum."
„Brynjar hefur verið í æfingahópum U-16 ára landsliðs Íslands undanfarna mánuði og var sömuleiðis valinn í þann hóp fyrir komandi verkefni í janúar," segir í tilkynningu ÍA.
Tveir leikmenn sem skráðir voru í Hamar, Brynjar Óðinn og Markús Andri Daníelsson Martin voru boðaðir á æfingar með U16 í janúar.
Athugasemdir