Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pólskt stórlið með tilboð í Róbert Frosta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pólska félagið Rakow hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagt fram tilboð í Róbert Frosta Þorelsson leikmann Stjörnunnar.

Róbert Frosti er 19 ára miðjumaður sem hefur að mestu spilað á kantinum með Stjörnunni síðustu tímabil. Hann lék í síðasta mánuði sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu en hann átti fyrir að baki 14 leiki fyrir unglingalandsliðin.

Róbert Frosti er uppalinn hjá Stjörnunni og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2022. Í sumar kom hann við sögu í öllum 27 leikjunum í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan endaði í 4. sæti.

Rakow situr í 2. sæti pólsku deildarinnar sem stendur, tveimur stigum á eftir Lech Poznan sem er í efsta sæti eftir átján umferðir. Rakow endaði í 7. sæti deildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið meistari tímabilið 2022/23 og bikarmeistari tímabilið þar á undan.

Róbert Frosti er samningsbundinn Stjörnunni út 2026.
Athugasemdir
banner
banner