Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Olmo lentur í Leipzig
Mynd: Getty Images
Spænski sóknartengiliðurinn Dani Olmo er lentur í Leipzig þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við topplið þýsku deildarinnar.

Olmo er afar eftirsóttur enda verðmiðinn á honum aðeins um 20 milljónir evra, enda átti hann aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Dinamo Zagreb. Leipzig er talið greiða 17 milljónir evra auk 8 milljóna í árangurstengdar greiðslur.

Barcelona og Chelsea voru meðal áhugasamra félaga en Olmo valdi Leipzig til að fá meiri spiltíma.

Olmo er 21 árs gamall og getur spilað framarlega á miðjunni og á báðum köntum. Hann ólst upp hjá Barcelona og skipti yfir til Zagreb 2014, aðeins 16 ára gamall.

Hann er í algjörum sérflokki hjá Zagreb og var lykilmaður í U21 landsliði Spánverja, þar sem hann gerði 6 mörk í 14 leikjum. Hann hefur skorað eitt mark í einum A-landsleik.

RB Leipzig er þessa stundina með fjögurra stiga forystu á FC Bayern í toppbaráttu þýsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner