Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. janúar 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Rebic tryggði Milan sigur gegn Brescia
Rebic hefur verið að spila gríðarlega vel eftir komu Zlatan Ibrahimovic. Sama má segja um Samu Castillejo.
Rebic hefur verið að spila gríðarlega vel eftir komu Zlatan Ibrahimovic. Sama má segja um Samu Castillejo.
Mynd: Getty Images
Brescia 0 - 1 AC Milan
0-1 Ante Rebic ('71)

Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður er Brescia fékk AC Milan í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í Serie A.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik og voru heimamenn með tök á leiknum eftir leikhlé. Það var þó Ante Rebic sem skoraði gegn gangi leiksins á 71. mínútu.

Heimamenn gerðu skiptingar og blésu til sóknar en allt kom fyrir ekki og mikilvæg stig í hús fyrir Milan.

Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn í liði Milan sem er búið að vinna þrjá leiki í röð með hann í byrjunarliðinu.

Milan er í sjötta sæti með 31 stig eftir 21 umferð á meðan nýliðar Brescia sitja í fallsæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner