Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 24. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Keita gæti spilað á sunnudag - Adrian í markinu
Naby Keita, miðjumaður Liverpool, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir meiðsli.

Keita gæti spilað með liðinu gegn Shrewsbury í enska bikarnum á sunnudaginn.

Adrian verður í markinu eins og hingað til í bikarleikjum en þetta staðfesti Jurgen Klopp í dag.

Xherdan Shaqiri og James Milner eru báðir ennþá á meiðslalistanum.

Þá bíður Liverpool frekari frétta af meiðslum Sadio Mane en hann er í rannsóknum í dag eftir meiðslin gegn Wolves í gærkvöldi.
Athugasemdir